Dekurbílar

Síðan 2019

Magnús stofnaði og rekur Dekurbíla og hefur gert frá árinu 2019. Hann og konan hans, Inga, hafa gríðarlega mikinn áhuga á bílum og eiga þá nokkra. Þau fluttu til Akureyrar fyrir nokkrum árum og Magnúsi langaði að skapa sér atvinnu tengt áhugamálinu. Hann hefur alltaf haft áhuga á að þrífa og bóna bíla og hefur átt þá marga fallega og vel með farna í gegnum tíðina. Hann hefur einnig áhuga á að kenna fólki réttu aðferðirnar til að þrífa bílinn og að nota réttu efnin og hann er með allt það besta til sölu, hvort sem það er efni, tæki og/ eða tól hjá sér í búðinni til að gera bílinn skínandi fínann. Einnig býður hann upp á dekurmeðferðir fyrir bíla og er nóg að gera í því, því allt sem Magnús tekur að sér gerir hann með vandvirkni og alúð.

Öll verk sem Dekurbílar taka að sér er mikilvægasta verkið þá stundina. Alþrif, Ceramic code eða bara léttmössun. Það skiptir ekki málið því hvert verk hefur sína sérstöðu og við leggjum alla okkar alúð í verkið.