Sérverslun með bón og hreinsivörur

Vefverslun

Verslun okkar selur allar þær vörur sem við notum á verkstæðinu okkar, hvort sem það er hreinsivörur, bón eða gljái. Margverðlaunaðr vörur fyrir gæði og áræðanleika.

Þjónusta

Öll verk sem Dekurbílar taka að sér er mikilvægasta verkið þá stundina. Alþrif, Ceramic coat eða bara léttmössun. 

 

Felgu hreinsir

SOFT99 Terminator er vandaður felgu/lakk hreinsir sem fjarlægir ætandi leifar og flísar af felgum. Ætandi leifar sem valda skemmdum svo sem stál flísar og bremsuryk, valda skemmdum á felgum sem oft eru ekki sjáanlegar með beru auga til að byrja með.

Sápa

Frábær sápa til að viðhalda vörn og gljáa bílsins á milli þess sem hann er bónaður. Í sápunni er blanda af carnauba bóni og fjölliða efnum sem gefa þér örlitla bónhúð í hvert sinn sem bíllinn er þveginn. Sápan hentar vel með öllum Meguiar’s bónum.

 

Bón

Fusso Coat 12 Months Wax er synthetic lakk sealant, sem myndar vatnsfælna (Hydrophobic) húð á lakkið. Þetta efni er auðvelt í vinnslu, auðvelt að bera á og berist á þunnu lagi. Fusso Coat myndar mjúka, háglans filmu en það sem er markverðast er hin langa ending. Efnið er fáanlegt í tveimur útgáfum, fyrir ljósa og dökka bíla.

 

Sprey bón

CarPro Reload er bón sem inniheldur hluta af varnareiginleikum Cquartz. . Kosturinn við Reload er að það kemur í spreybrúsa sem auðveldar notkun þess, bæði er hægt að nota það á bílinn ef hann er blautur eða þurr, sprauta 2-3 sinnum í microfiber klút og bera á lakkið. Endingartími Reload bónsins er um 6 mánuðir.

 

FYLGDU OKKUR Á

Okkar samstarfsaðilar eru